Sérfræðingur á Borgarsítala sem síðar varð Sjúkrahús Reykjavíkur frá 1994. Var stjórnandi ristil og endaþarmsteymis frá 1997. Sérfræðingur á skurðlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss eftir sameiningu sjúkrahúsanna. Vann nær eingöngu við sjúkdóma í ristli og endaþarmi á sjúkrahúsinu.
Vann í afleysingum sem yfirlæknir á ristil og endaþarmsteymi á Centrallasarettet í Västerås í Svíþjóð ca einn mánuð í senn: 1997, 1999, 2001, 2004. Árið 2006 var ég í fríi frá LSH og vann á ristil og endaþarmsteyminu á skurðlækningadeild sjúkrahússins í Västerås. Ég hélt því áfram í 50% vinnu 2007-2011 og 2014-2016.
Hef sótt fjölda námskeiða um epidemiologiskar rannsóknaraðferðir sem hluta af vísindanámi.
Námskeið í skurðlækningum ristils og endaþarms á Cleveland Clinic í Florida sem haldið er árlega: 1994, 1996, 1998, 2000.
Námskeið í skurðlækningum ristils og endaþarms við University of Minnesota, Minneapolis sem haldið er árlega: 2000, 2001, 2003.
Námskeið í ómskoðunum á endaþarmi og endaþarmsopi: Endorectal ultrasonography course á Cleveland Clinic Florida í febrúar 2000, Pelvic floor workshop í Minneapolis í september 2000, Anorectal endosonography course at St Marks Hospital and Academic Institute 2003. Anorectal and Pelvic Floor Ultrasound course á ESCP 2011 og 2012.
Þing ESCP (European Society of Colo-Procology) sem hefur sameinast úr EACP og ECCP og er haldið árlega: 2002, 2003, 2005, 2006,2007,2008, 2011, 2012.
Frontiers in intestinal and colorectal disease á St Marks Hospital í London 2003, 2004.
Uppsala Colorectal day árlega sl 10 ár. Colorectal Surgery at Karolinska Institutet 2007, 2009.
FSA, kandidat 1980-1981. Heilsugæslustöð á Siglufirði 1981-1982. Almenn skurðlækningadeild og bæklunarlækningadeild FSA 1982-1984.
Centrallasarettet i Västerås í Svíþjóð á ýmsum deildum (Bæklunarlækningadeild, þvagfæraskurðlækningad, Svæfingardeild og Almennri skurðlækningadeild) 1984-1989.
Starfsþjálfun eftir sérfræðiviðurkenningu:
Centrallasarettet í Västerås 1987-1989. Akademiska Sjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð. Hjarta og brjóstholsskurðlækningadeild 1989-1990, Almenn Skurðlækningadeild 1990-1994 (Lifur og bris, Magi, Innkirtlasjúkdómar, Ristill og Endaþarmur).