Skip to main content

Starfsferill

Sérsvið:
Skurðlækningar ristils og endaþarms:

  1.  Krabbamein í ristli og endaþarmi.
  2. Bólgusjúkdómar (colitis ulcerosa og Crohns sjúkdómur).
  3. Sjúkdómar í endaþarmi og endaþarmsopi.

Háskólanám og starfsleyfi:

  1. Læknadeild Háskóla Íslands, embættispróf 1980.
  2. Doktorspróf frá Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð 1994.
  3. Lækningaleyfi á Íslandi og í Svíþjóð.
  4. Sérfræðingsleyfi sem almennur skurðlæknir á Íslandi og í Svíþjóð.
  5. Klíniskur Dósent við Háskóla Íslands.

Starfsþjálfun:

Sérfræðingur á Borgarsítala sem síðar varð Sjúkrahús Reykjavíkur frá 1994. Var stjórnandi ristil og endaþarmsteymis frá 1997. Sérfræðingur á skurðlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss eftir sameiningu sjúkrahúsanna. Vann nær eingöngu við sjúkdóma í ristli og endaþarmi á sjúkrahúsinu.
Vann í afleysingum sem yfirlæknir á ristil og endaþarmsteymi á Centrallasarettet í Västerås í Svíþjóð ca einn mánuð í senn: 1997, 1999, 2001, 2004. Árið 2006 var ég í fríi frá LSH og vann  á ristil og endaþarmsteyminu á skurðlækningadeild sjúkrahússins í Västerås. Ég hélt því áfram í 50% vinnu 2007-2011 og 2014-2016.

Ráðstefnur og námsskeið:

Hef sótt fjölda námskeiða um epidemiologiskar rannsóknaraðferðir sem hluta af vísindanámi.
Námskeið í skurðlækningum ristils og endaþarms á Cleveland Clinic í Florida sem haldið er árlega: 1994, 1996, 1998, 2000.
Námskeið í skurðlækningum ristils og endaþarms við University of Minnesota, Minneapolis sem haldið er árlega: 2000, 2001, 2003.
Námskeið í ómskoðunum á endaþarmi og endaþarmsopi: Endorectal ultrasonography course á Cleveland Clinic Florida í febrúar 2000, Pelvic floor workshop í Minneapolis í september 2000, Anorectal endosonography course at St Marks Hospital and Academic Institute 2003. Anorectal and Pelvic Floor Ultrasound course á ESCP 2011 og 2012.
Þing ESCP (European Society of Colo-Procology) sem hefur sameinast úr EACP og ECCP og er haldið árlega: 2002, 2003, 2005, 2006,2007,2008, 2011, 2012.
Frontiers in intestinal and colorectal disease á St Marks Hospital í London 2003, 2004.
Uppsala Colorectal day árlega sl 10 ár. Colorectal Surgery at Karolinska Institutet 2007, 2009.

Stöður:

FSA, kandidat 1980-1981. Heilsugæslustöð á Siglufirði 1981-1982. Almenn skurðlækningadeild og bæklunarlækningadeild FSA 1982-1984.
Centrallasarettet i Västerås í Svíþjóð á ýmsum deildum (Bæklunarlækningadeild, þvagfæraskurðlækningad, Svæfingardeild og Almennri skurðlækningadeild) 1984-1989.
Starfsþjálfun eftir sérfræðiviðurkenningu:
Centrallasarettet í Västerås 1987-1989. Akademiska Sjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð. Hjarta og brjóstholsskurðlækningadeild 1989-1990, Almenn Skurðlækningadeild 1990-1994 (Lifur og bris, Magi, Innkirtlasjúkdómar, Ristill og Endaþarmur).

Stofa í Klínikinni Ármúla 9: 

Ég hef haft stofu frá því að ég kom til Íslands eftir sérnám árið 1994. Á stofunni hef ég möguleika til að ræða við og skoða sjúklinga sem eru að koma í fyrsta skifti eða endurkomur. Þar hef ég möguleika á því að skoða þá sem hafa einkenni frá endaþarmi og endaþarmsopi. Ég hef stíft 20 cm langt speglunartæki til að skoða endaþarminn og ómtæki af fullkomnustu gerð frá “BK medical” til að skoða æxli í endaþarmi og hringvöðva td vegna hægðaleka. Ég var með móttöku í Lækningu í Lágmúla þangað til í júlí 2013, flutti þá í Læknastöðina í Glæsibæ og hef núna flutt mig í Klínikina í Ármúla 9.

Skurðstofa í Klínikinni í Ármúla 9: 

Ég geri allar venjulegar aðgerðir sem hægt er að gera sem almennur skurðlæknir á “skurðstofu úti í bæ” td kviðslitsaðgerðir, æðahnúta, tvíburabróður og aðgerðir á endaþarmi og endaþarmsopi eins og gyllinæðaraðgerðir, fjarlægi húðsepa við endaþarmsop, aðgerðir vegna slímhúðarsigs, sprungur í endaþarmsopi, fistilaðgerðir og sýkingar í endaþarmsopi. Hef laser tæki til að brenna gyllinæð og gera við tvíburabróður og fistla. Aðgerðirnar eru gerðar á skurðstofunni í Klínikinni, Ármúla 9.

Meðlimur í:

Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur.
Skurðlæknafélagi Íslands. Félagi ristil og endaþarmsskurðlækna (Icelandic Society of Coloproctology). ESCP (European Society of Coloproctology) og ISUCRS (International Society of University Colo-Rectal Surgeons)

Vísindavinna: 

Hef birt greinar um læknisfræðileg efni í erlendum tímaritum. Doktorsritgerð: “Diverticulitis of Sigmoid Colon” við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð 1994. Hef haft kynningar á vísindavinnu á þingum bæði innanlands og utan, oftast um rannsóknir á diverticulitis coli.
Var í samvinnu við Urði, Verðandi Skuld um rannsóknir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Íslenska Erfðagreiningu um rannsóknir á offitu og erfðir ristilsarpa. Ég átti frumkvæði að því árið 2005 að koma á NordICC (The Nordic-European Initiative on Colorectal Cancer) samstarfinu um rannsókn á gildi ristilspeglunar sem skimunaraðferðar á krabbameini í ristli og endaþarmi. Greinar um NordICC rannsóknina eru undir „greinar“.